Háspennulínur - Jarðstrengir

Mun hagkvæmara er að leggja háspennulínur í jörðina. Margir halda öðru fram en skoðum bæði kosti og galla. Kostir við neðanjarðar strengi eru miklir: Margföld ending. Engin sjónmengun. Vafningar utan um strenginn minnka verulega segulsvið og rafsvið í kringum strengina. Segulsvið og rafsvið í kringum loftlínurnar útilokar byggð nálægt þeim. Stórtjón hefur nú í tvígang orðið á loftlínunum, mest þegar sauðféð fórst - en líka núna í síðasta áhlaupi, mikið álag á loftlínurnar. Sveitarfélagið Vogar á Suðurnesjum lenti í miklum átökum vegna óska sinna um að hafa háspennulínur neðanjarðar í gegnum sveitarfélagið. Skipulagsnefnd mjög neikvæð (http://www.vogar.is/resources/Files/180_Afgrei%C3%B0sla%20us%20nefndar%20um%20athugassemdirlok.pdf). Efla verkfræðistofa er með merkilega skýrslu (http://skipulagvefur.eplica.is/media/attachments/Umhverfismat/536/Vi%C3%B0auki%203%20-%20Jar%C3%B0fr%C3%A6%C3%B0i%20og%20jar%C3%B0myndanir.pdf)  um jarðstrengi og háspennulínur. Þess má geta að ungur íslenskur verkfræðingur hefur sérhæft sig í lagningu jarðstrengja - og starfar í Danmörku. Því er haldið fram að það sé miklu dýrara að leggja háspennulínur neðanjarðar. Dýr finna samt fyrir því ef þau ganga yfir neðanjarðar streng. Við myndum finna það ef við erum berfætt - en ekki í skóm. Ástæðan fyrir því að vafningarnir útiloka ekki alveg segulsviðið er sú að riðstraumur er notaður en ekki rakstraumur. Það jákvæða við loftlínurnar: mjög atvinnuskapandi fyrir þá sem starfa við viðhald á þeim. Einnig getur verið varhugavert að raska jörð sums staðar.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband