Betri með því að tala illa um aðra?

Vilhjálmur heggur enn í sama knérunn, upphefja sjálfan sig með því kenna Framsókn um stöðu ÍLS. Ég var ósammála Halldóri Ásgrímssyni og Árna Magnússyni stefna þeirra að 90% lánum. En að afleiðingin sé sú sem Vilhjálmur lýsir er þvæla eins og sjá má á þessu línuriti. Á myndinni sést hvernig og hvenær verð á íbúðum breyttist. Tvennt breytti þessu verði. það voru 100% lán bankanna sem byrja í ágúst 2004, seinni bólan er svo með gengislánunum 2007. Hitt sem skapaði þessar breytingar er vilji íbúðarkaupenda að greiða uppsett verð þrátt fyrir að engar forsendur væru til staðar sem til að hækka verð íbúðanna. Man ekki hvenær lóðaverð var stórhækkað, það hafði líka sín áhrif. verd ibuda 01
mbl.is „Syndir framsóknarmanna eru stórar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Framsóknarflokkurinn stóð fyrir því að fasteigna mat var hækkað en það hafði áhrif á veðhæfni íbúða, síðan settu þeir upp 90% regluna og loks var gerð sú kerfisbreyting að Íbúðarlánasjóður fór að fjármagna 100% lán með engu þaki í gegn um bankanna. Auk þess fjármagnaði Íbúðalánasjóður á sama hátt endurfjármögnunarlán sem fóru mikið í neyslu. Allt þetta átti sinn þátt í að þenja út markaðinn.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 13.4.2013 kl. 17:44

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

PS þá má ræða þessar staðreyndir og það heitir ekki að tala illa um aðra. Svona fyrirsögn afhjúpar barnaskap.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 13.4.2013 kl. 17:45

3 identicon

Er þessi Jakobína alls staðar þar sem orðið Framsókn er nefnt?

Gisli Gudmundsson (IP-tala skráð) 13.4.2013 kl. 20:30

4 identicon

"Svona fyrirsögn afhjúpa barnaskap."  Vilhjálmur á að láta vita hvað hann eða hans flokkur gerðu til að hindra þessi voðaverk Framsóknar og halda þeim gjörningum á lofti.  Það gerir hann ekki,ekki ólíkt sölumanni sem telur sig ná árangri með því EINU að tala niður vöru samkeppninnar í stað þess að tala upp sína vöru, það hefur sjaldan skilað tilætluðum árangri í alvöru viðskiptum vegna þess að kaupandinn metur það sem svo að fátt jákvætt sé hægt að segja um vöru sölumannsins.  Þess vegna er ekkert barnalegt við fyrirsögnina, vegna þess að Vilhjálmur er ekki að selja sína vöru, bara að rakka niður samkeppnina.

Bjorn Jonasson (IP-tala skráð) 13.4.2013 kl. 20:30

5 Smámynd: Jörundur Þórðarson

Ég ætla ekki að reyna að verja ríkisstjórn Framsóknar og Sjálfstæðismanna 2004-2007. Myndin segir allt. Hins vegar má benda á að Samfylkingin tók við þessum málaflokki 2007, fyrst í samstarfi við Sjálfstæðismenn og seinna með VG. Í ársbyrjun 2009 hafði ÍLS eignast 196 íbúðir, núna skilst mér að þeir séu orðnar nálægt 2600 íbúðirnar sem ÍLS er komið með í fangið. Sex ára óstjórn Samfylkingar.

Jörundur Þórðarson, 14.4.2013 kl. 00:49

6 Smámynd: Jörundur Þórðarson

Jakobína: Mér skilst að þú hafir verið framboði fyrir VG. Þú getur ef til frætt okkur um viðskilnað ríkisstjórnar. Af hverju staðhæfir fjármálaráðherra að fjárlagahalli 2012 hafi verið 3,7 milljarðar þegar hann var 40,5 milljarðar? Afhverju samþykktu VG virkjun Bjarnarflags? Afhverju samþykkti VG stofnun ísl fræða, Fræðasetur á Kirkjubæjarklaustri, Vigdísarstofnun, tannlæknaþjónustu nú fyrst í maí fyrir skólabörn, 85 milljarða Ríkisspitalabyggingu, Vaðlaheiðargöng, o.s.frv. sem næsta ríkisstjórn þarf að framkvæma og fjármagna þótt enginn peningur sé til.

Jörundur Þórðarson, 14.4.2013 kl. 01:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband