Frammistaða Samfylkingar

Samfylkingin hrósar sér af því að hún hafi komið verðbólgu úr 18,6% niður í 3,9%. Myndin Seðlabankans sýnir að verðbólgan var 3,4% þegar Samfylking og Sjálfstæðismenn tóku við í maí 2007.

verdbolga Samfylking

 

Á erfitt með að sjá stöðugleikann

Samfylkingin segir líka "að halli ríkissjóðs hafi minnkað úr 216 milljörðum árið 2009 niður í 3,7 milljarða. Og það sé afrek." Þetta er rangt. Samkvæmt tölum frá fjármálaráðuneyti var hallinn rúmlega 40 milljarðar fyrir árið 2012. Sennilega er hann miklu meiri þar sem ríkið er hætt að greiða í lífeyrissjóði ríkisstarfsmanna.

Samfylkingin segir: "Kraftmikil varðstaða um íslenska hagsmuni gagnvart erlendum kröfuhöfum skapar nú mikilvæg sóknarfæri til losunar fjármagnshafta" Ætli Samfylkingin sé að vísa til ICESAVE?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband