Færsluflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál
22.2.2025 | 19:53
"Þrír Dagar urðu að þremur árum"
Stefán Gunnar Sveinsson fjallar um "innrás Rússa". En hann fjallar ekkert um aðdragandann. Löglega kjörin stjórn Úkraínu hættir við að staðfesta samninga Úkraínu við ESB en nær í staðinn hagstæðum verslunarsamningum við Rússland. Í framhaldinu verður hallarbylting í febrúar 2014 (sennilega að tilstuðlan ESB og milljarðamæringsins George Soros sem á menningarstofnun í Kiev) þessum samningum rift og samningar staðfestir við ESB.
Úkraína er samsett af 24 fylkjum eða kantónum, þar sem Krím-skaginn er 95% rússneskumælandi, Donetsk og Luhansk eru nálægt 70% rússnesku mælandi. Eftir hallarbyltinguna urðu mikil mótmæli í þessum stóru héruðum. Því var svarað með því að senda þangað stríðsvélar. Það er þó ekki fyrr en 24.febrúar 2022 sem Rússar senda her sinn inn í austurhéruðin vegna stórfelldra drápa 13-14 þúsund manns í Donetsk og Luhansk.
Þessu sleppir blaðamaðurinn í sinni umfjöllun. Sama gera flestir fjölmiðlar í Vestur Evrópu.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)