Skjaldborgin

Gott dæmi var tekið í Silfri Egils um mismunandi skuldsettar fjölskyldur:

Dæmi 1Hjón með 1.500.000 krónur í mánaðartekjur kaupa sér íbúð á krónur 45.000.000. Þau taka 100% lán hjá Kaupþing og skulda því 45 milljónir. Lánið hækkar vegna hækkunar á vísitölu neysluverðs upp í  60 milljónir. Lækkandi fasteigna mat veldur nýju verðmati á íbúðinni upp á 36 milljónir

Leið 1Arionbanki býður hjónunum að skuldbreyta í 110% af fasteignamati  sem þýðir að þá skulda hjónin aðeins 39,6 milljónir. ( Þau losna við að greiða 5,4 millj.)

Leið 2 20% niðurfellingu skulda – þá lækkar skuldin niður í 48 milljónir. (hér þurfa skuldararnir að greiða 45 m til baka auk 3 milljóna að auki. Þau ættu að ráða við það með þessar tekjur)

 Dæmi 2Hjón með 600.000 krónur í mánaðartekjur kaupa alveg eins íbúð. Þau hafa sýnt ráðdeild og hafa sparað og eiga 20 milljónir sem þau greiða taka lán upp á 25 milljónir fyrir restinni. Þau skulda því 25 milljónir. Lánið hækkar í sama hlutfalli og í dæmi 1 upp í 33.300.000.  Fasteignamatið lækkar í 36m.

Leið 1Arionbanki býður hjónunum upp á skuldaraðlögun, að greiða áfram sömu upphæð en skutla því sem á vantar í hvert skipti aftur fyrir og lengja þannig í láninu. Heildarupphæðin hækkar verulega , óljóst hve mikið.

Leið 2 20% niðurfellingu skulda – þá lækkar skuldin niður í 26,6 milljónir. (hér þurfa skuldararnir að greiða 25 m til baka auk 1,6 milljóna að auki. Þau ættu kannski að ráða við það með þessar tekjur) 

Arionbanki fer hér silkihönskum um sukkarana, stórskuldarinn fær 45 milljóna lán og þarf ekki að borga nema 39,6 milljónir! Hverjir eru sukkararnir sem fá svona lán? Ef til vill yfirmenn í bönkunum eða útrásarvíkingar!


mbl.is Lausn á skuldavanda forsenda sáttar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband