Er skattbyrði eingöngu tekjuskattsbyrði?

Hinn virti prófessor Stefán Ólafsson ákvað að greina frá því að skattbyrði fyrirtækja (http://blog.pressan.is/stefano/2012/11/08/skattbyrdi-islenskra-fyrirtaekja-er-litil/) á Íslandi væri með því lægsta sem fyrirfyndist meðal OECD ríkja. Því miður setur hann þetta svona fram. Síðan sýnir hann nokkur línurit sem aðeins sýna tekjuskatt fyrirtækja. En eins og flestir vita eru fjölmargir skattar lagðir á fyrirtæki hérlendis sem hafa þá náttúru að minnka hagnað fyrirtækja. Afleiðingin er sú að tekjuskattstofninn hefur nánast horfið vegna allra þessara skatta. Og þrátt fyrir að tekjuskattsprósentan hafi hækkað úr 15% upp í 20% þá hefur heildartekjuskatts-upphæðin á fyrirtæki minnkað. Tryggingargjald hækkaði úr 5,34% upp í 8,65% eða um 62%. Nýr orkuskattur hefur bæst við auk þess sem hiti og rafmagn hefur stórhækkað, bensín og olíukostnað meir en tvöfaldast. Til að undirstrika þetta má nefna skatta sem lækka næstu áramót í Kópavogi enda stjórn mála þar sloppið úr skattaklóm VG og Samfylkingar. Nú reyna bæjaryfirvöld af veikum mætti að koma til móts við íbúa og fyrirtæki í Kópavogi þrátt fyrir erfiða stöðu fjármála í bænum:
Breyting gjalda í Kópavogi 1.jan 2013:
+ Fasteignaskattur á íbúðarhúsnæði lækkar úr 0,32% í 0,29% (um 9,4)
+ Lóðarleiga atvinnuhúsnæðis lækkar úr 214,97 í 190,00 kr/m² (um 11,6%)
+ Fasteignaskattur á atvinnuhúsnæði lækkar úr 1,65% í 1,64% (um 0,6%)
+ Fasteignaskattur á hesthús lækkar úr 0,625% í 0,59% (um 5,6%)
+ Vatnsskattur lækkar úr 0,135% í 0,12% (um 11,1%)
+ Sorphirðugjald lækkar úr 23.300 kr. í 21.000 kr. (um 9,9%)
Afleiðingin verður að afkoma fyrirtækjanna hér í Kópavogi mun skána, vonandi verður það ekki of seint. Tekjuskattstofninn verður stærri og ríkið mun fá meira í formi tekjuskatts.

Dæmisaga sem styður fullyrðingar mínar:
Fyrirtæki nokkurt greiðir starfsmönnum sínum 100 milljónir í laun ári. Áður tryggingargjaldið var hækkað var hagnaður fyrirtækisins 5 milljónir krónur og greiddi af því 15% tekjuskatt eða 750 þús.. Eftir hækkun tryggingargjaldsins þá minnkaði hagnaðurinn um 3,31 milljónir alveg og varð 1,69 milljónir króna. Af þeirri upphæð greiddi fyrirtækið 20% tekjuskatt eða 338 þúsund krónur.

Í þessari sögu ekkert tekið tillit til annarra skattahækkana, aukins eldsneytis- og orkukostnaðar sem sjálfsagt hafa étið upp restina af hagnaðinum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Þetta er nú ekki í fyrsta skiptið sem íslendingar sitja aftarlega á merini, so to speak.

Þegar flest önnur lönd reyna að lækka skatta á fyrirtækjum, þá auðvitað þurfa íslendingar að hækka skatta og sanna að allir séu vitleysingar í skattamálum nema þeir.

Ef við notum dæmisöguna þína, af hverju ætti Ríkið að kreysta líftóruna úr þessu fyrirtæki? Það getur enginn rekið fyrirtæki án hagnaðar nema útrásarvíkingar og við vitum öll hvering fór hjá þeim.

Af hverju ekki að afnema skatt á fyrirtækinu?

Ef fyrir tækið greiðir 5 miljóna hagnaðinn í arð, þá verður sá sem tekur við arðinum að greiða 50% tekjuskatt og greiðir þá 2 ½ miljón í skatta. Töluvert hærri heldur en það sem fyrirtækið greiðir. Nú ef fyrirtækið greiðir ekki arð, þá kanski notar fyrirtækið hagnaðinn til að stækka fyrirtækið og þarf þess vegna að greiða meiri laun. Og aftur græðir Ríkið á þessu.

Niðurstaðan er að það er betra að fá 50 miljónir í skatta frá starfsmönnum fyrirtækisins, heldur en enga skatta frá starfsmönnum fyrirtækisins að því að Ríkið er búið að kreysta líftóruna úr fyrirtækinu og það fer á hausinn.

Sem sagt að Ríkið fær 20% skatta af engum tekjum fyrirtækisins og fær 50% skatta af engum tekjum starfsmanna fyrirtækisins það eru Kr. 0.00 í tekjur fyrir Ríkið. En bíðið aðeins, Ríkið þarf að greiða atvinnuleysis bætur fyrir starfsmennina sem mistu atvinnuna þegar fyrirtækið fór á hausinn. Hvað ættli sá Ríkiskostnaður komi til með að kosta Ríkið?

Það eina sem vinnst út úr þessu er eitt stóra áhugamál jafnaðarmanna. Allir starfsmenn fyrirtækisins og eigandi eru jafnir á sömu atvinnuleysisbótum. Þannig að allir áhangendur VG og S eða jafnvel fleirri flokka eru ánægðir. Allar Konur og karlar eru jafnir og fá sömu laun fyrir að gera það sama, ekki neitt "ATVINNULEYSISBÆTUR."

Kveðja frá Las Vegas.

Jóhann Kristinsson, 17.11.2012 kl. 07:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband