24.4.2013 | 16:49
88% á kostnað okkar
Hver er ábyrgð þeirra sem lána? Afhverju eru lánveitendur enn að troða ábyrgð á foreldra eða ættingja lánþega? Var ekki löngu búið að breyta þessu í tíð Valgerðar Sverrisdóttur þáverandi viðskiptaráðherra? Ég man ekki betur. Eiga svo lánveitendur ekki að bera nema 12% hlut í þessari "lunacy"leiðréttingu?
Svo er enn verið að púkka upp á þessa 110% leið sem er aðeins fyrir kjána. Eins og erlendir sérfræðingar sögðu um þessa leið í Hörpu á ráðstefnu 2009. Orðið sem viðkomandi notaði var "lunacy". Fyrrverandi ríkisstjórn virðist ekki fjármálalæs fyrst hún er enn að halda henni að grandlausu fólki.
Það verður að finna aðrar leiðir fyrir þá sem skulda meira í sinni íbúð en verðmat hennar er. Lyklafrumvarp hlýtur að koma sterkt inn hér. Þó á ekki að leysa fjármálaslóða undan ábyrgð án afleiðinga.
![]() |
Samkomulag um lánsveð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.