Kosningasvikin 2020

Margfaldar sannanir liggja frammi um stórfelld kosningasvik í kosningunum 2020. Öllum kærum var ranglega vísað frá. Aldrei dæmt í neinni kæru. Fyrir kosningarnar núna voru 200þúsund manns í kosningaeftirliti fyrir repúblikana.


mbl.is Biden ávarpar Bandaríkjamenn eftir sigur Trumps
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Heimildir" frá Bandaríkjunum

Vísað er í nokkra miðla í fréttinni. Því miður verður að segja að flestir miðlar í Bandaríkjunum er hallir undir flokk núverandi "forseta". Ég set forseta í gæsalappir því ég tel að hann hafi verið óstarfhæfur alveg frá upphafi kjörtímabilsins og því hafi Bandaríkin verið forsetalaus sem er mikil óvirðing við þjóðina. Síðan er það upplýst og samt er varaforsetinn ekki virkjaður.

Um fjölmiðlana: Fyrirtækið Audicity lenti í gjaldþroti eða fjárhagserfiðleikum. Í framhaldinu óskaði milljarðamæringurinn George Soros eftir að kaupa 200 fjölmiðla. Slíkur gerningur þarf leyfi frá FCC (Federal Communications Commission) https://www.fcc.com Umsóknin fékk flýtimeðferð hjá 5 manna nefndinni, 3 demókratar (Jessica Rosenworcel, Anna M Gomez, Geoffrey Starks) samþykktu gegn 2 atkvæðum republikana (Brendan Carr, Nathan Simington). Flestir vita að GS er áhrifavaldur út um gervalla heimsbyggðina. Áðurnefndir miðlar veita aðgang að meira en 160 milljónum manna.

Fellibylurinn Helene eyðilagði stór svæði í vesturhluta NorðurKarólínu, en miklar skemmdir voru einnig annars staðar í NC og nágrannafylkjunum Virginia, Tennessee, Georgia, South Carolina og Florida. Reynt hefur verið að þegja yfir þessu enda hafa hvorki Biden eða Harris sinnt þessu á meðan D Trump hefur heimsótt svæðin og fengið auðkýfinga í lið með sér til að veita aðstoð. Elon Musk hjálpaði til að koma á fjarskiptasambandi við flóðasvæðin.


mbl.is Mánuður í kosningar: Trump tekur forystuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eigum við að styðja þjóðarmorð?

 Úkraínsk stjórnvöld óska eftir leyfi alþjóða samfélagsins til að ráðast á eigin þegna og kúga þá til hlýðni. Þau hafa nú þegar staðið í drápum bæði í Donetsk og Luhansk. Og hefðu strádrepið fólk þar ef Rússar hefðu ekki hjálpað nágrönnum sínum.

Það er bara ein leið fyrir okkur og það er að viðurkenna sjálfstæði þessara ríkja. Aðeins það getur leitt til friðar!

Styðjum sjálfsákvörðunarrétt þjóða!


mbl.is „Við munum taka þátt í aðgerðum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Galli í frétt.

Ágætt að sjá hvernig fjársöfnun gengur hjá báðum kosningateymum. 

Hitt er ekki nógu gott að sjá þessa röngu fullyrðingu: "Trump hef­ur neitað að viður­kenna ósig­ur sinn og held­ur því fram, án nokk­urra sann­ana, að Biden hafi sigrað vegna þess að brögð hafi verið í tafli."

Margbúið að sýna yfirgripsmikil brot við meðhöndlun atkvæða. Þetta hefur komið fram í a.m.k. 2gja daga vitnaleiðslum hjá "Michigan State Senate Committee on Oversight Holds Hearing on Election Fraud"

Sumir atkvæðabunkar margtaldir - miklu fleiri atkvæði í Wayne County en skráðir kjósendur - talningavélar (Dominion) stórgallaðar og forritanlegar. 

Nú virðist ljóst að Donald Trump hefur sennilega unnið með yfirburðum í Pennsylvaníu, Georgíu, Michigan, Arizona, Nevada og Wiscounsin.

Fáir fjölmiðlar ytra greina frá þessu, svo virðist sem eignarhald hinna hafi þessi þöggunaráhrif.

Ég átti ekki von á því Mbl.


mbl.is 26 milljarðar safnast handa Trump
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sema Erla og skoðanakúgun

Eigandi fyrirtækis sem auglýsir hjá Útvarpi Sögu segist vera með hótunarbréf frá SES, hún virðist einnig hvetja vini síni til að senda spam póst á þessi fyrirtæki. Slíkt er skoðanakúgun. 


mbl.is Sema sækist eftir öðru sæti í Kraganum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Einstakur" leikmaður

Finnst að velja hefði mátt betri lýsingu á þeim leikmönnum sem Arsene Wenger sækist eftir. Finnst blaðamaður hefði frekar á að segja yfirburða eða framúrskarandi leikmenn. Enda hefur félagið boðið í Suarez hjá Liverpool, Rooney frá Man Utd, Bale frá Tottenham og marga fleiri hágæðaleikmenn. Þetta má sjá á slóðinni "Media Watch" á Arsenal vefnum. http://www.arsenal.com/media-watch

Síðan segir hann að Arsenal sé í viðræðum við Flamini. Það hefur ekki fengist staðfest, eina sem stjórinn vill hafa eftir sér er að Flamini sé hjá þeim við æfingar. 


mbl.is Wenger: Vil einstaka leikmenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

88% á kostnað okkar

Hver er ábyrgð þeirra sem lána? Afhverju eru lánveitendur enn að troða ábyrgð á foreldra eða ættingja lánþega? Var ekki löngu búið að breyta þessu í tíð Valgerðar Sverrisdóttur þáverandi viðskiptaráðherra? Ég man ekki betur. Eiga svo lánveitendur ekki að bera nema 12% hlut í þessari "lunacy"leiðréttingu? 

Svo er enn verið að púkka upp á þessa 110% leið sem er aðeins fyrir kjána. Eins og erlendir sérfræðingar sögðu um þessa leið í Hörpu á ráðstefnu 2009. Orðið sem viðkomandi notaði var "lunacy". Fyrrverandi ríkisstjórn virðist ekki fjármálalæs fyrst hún er enn að halda henni að grandlausu fólki.

Það verður að finna aðrar leiðir fyrir þá sem skulda meira í sinni íbúð en verðmat hennar er. Lyklafrumvarp hlýtur að koma sterkt inn hér. Þó á ekki að leysa fjármálaslóða undan ábyrgð án afleiðinga.


mbl.is Samkomulag um lánsveð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frammistaða Samfylkingar

Samfylkingin hrósar sér af því að hún hafi komið verðbólgu úr 18,6% niður í 3,9%. Myndin Seðlabankans sýnir að verðbólgan var 3,4% þegar Samfylking og Sjálfstæðismenn tóku við í maí 2007.

verdbolga Samfylking

 

Á erfitt með að sjá stöðugleikann

Samfylkingin segir líka "að halli ríkissjóðs hafi minnkað úr 216 milljörðum árið 2009 niður í 3,7 milljarða. Og það sé afrek." Þetta er rangt. Samkvæmt tölum frá fjármálaráðuneyti var hallinn rúmlega 40 milljarðar fyrir árið 2012. Sennilega er hann miklu meiri þar sem ríkið er hætt að greiða í lífeyrissjóði ríkisstarfsmanna.

Samfylkingin segir: "Kraftmikil varðstaða um íslenska hagsmuni gagnvart erlendum kröfuhöfum skapar nú mikilvæg sóknarfæri til losunar fjármagnshafta" Ætli Samfylkingin sé að vísa til ICESAVE?


Kosningaloforðin

Sjálfstæðismenn hafa sakað Framsókn um innantóm loforð. En hvernig eru þeirra eigin loforð? 

 Þeirra leið til að hjálpa heimilunum er á þessari síðu :

http://www.xd.is/malefnin/skuldavandi-heimilanna/

Þar taka þeir dæmi um fjölskyldu með 600þús. í heildarlaun á mánuði sem er að greiða af 20 millj. kr láni. 

a) Ríkið veitir þeim allt að 40þ skattaafslátt á mánuði vegna greiðslna af láninu og fer sú upphæð beint í að greiða niður lánið. Bara í þessu gæti ríkið misst skattatekjur sem nema 480þús á ári.

b) Með sínu framlagi og atvinnurekenda greiða þau saman 4%  í séreignasparnað (kr 24þús á mán.) Sú upphæð er einnig nýtt öll til að greiða niður lánið og gefur ríkið eftir skattalegar tekjur sínar (kr 9.600) af þessu. Alls missir ríkið af 115.800 kr á ári vegna þess.

Samtals missir ríkiskassinn af tæpum 600þús krónum á ári af skattalegum tekjum sínum aðeins vegna þessarar einu fjölskyldu.

Aðstoð Sjálfstæðismanna við heimilin, virðist því ganga út á að láta ríkið borga niður lánin. Ríkið fær minni skatta en hrægammarnir fá sitt. 

Sjálfstæðismenn virðast sammála Framsókn um lyklalög.

 


mbl.is Sjálfstæðisflokkur bætir við sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Betri með því að tala illa um aðra?

Vilhjálmur heggur enn í sama knérunn, upphefja sjálfan sig með því kenna Framsókn um stöðu ÍLS. Ég var ósammála Halldóri Ásgrímssyni og Árna Magnússyni stefna þeirra að 90% lánum. En að afleiðingin sé sú sem Vilhjálmur lýsir er þvæla eins og sjá má á þessu línuriti. Á myndinni sést hvernig og hvenær verð á íbúðum breyttist. Tvennt breytti þessu verði. það voru 100% lán bankanna sem byrja í ágúst 2004, seinni bólan er svo með gengislánunum 2007. Hitt sem skapaði þessar breytingar er vilji íbúðarkaupenda að greiða uppsett verð þrátt fyrir að engar forsendur væru til staðar sem til að hækka verð íbúðanna. Man ekki hvenær lóðaverð var stórhækkað, það hafði líka sín áhrif. verd ibuda 01
mbl.is „Syndir framsóknarmanna eru stórar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband