Hvernig varð þessi "frétt" til?

Æ, afsakið! Í staðinn fyrir frétt á ég sennilega að skrifa hótun.

Af hverju koma upplýsingar um þetta í fréttum núna? Var verið að biðja NIB um lán? Ég man ekki eftir því að það hafi komið í fréttum.

Því miður er ekki hægt að túlka þetta öðruvísi en grímulausa hótun. Ætlum við að láta kúga okkur til hlýðni? 

Má ekki fara almennilega yfir hlutina og leiðrétta ef rangt er reiknað. Auðvitað er einhverjar villur í þessum IceSave samningum, málið er svo flókið og breyturnar svo margar. T.d. getur það varla verið rétt að ágreiningsmál eigi að leysa fyrir hollenskum og breskum dómstólum. Gengur það í samskiptum sjálfstæðra ríkja?


mbl.is Hættir að lána Íslendingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Borgarstjón sýnir dirfsku

Borgarstjórn er í afar óþægilegri stöðu að bakka út úr samningi við S10 ehf. Það er vont  að koma svona fram við samningsaðila bæði með töfum á málinu auk skaða.

Mér sýnist borgarstjórn loksins vera að vakna upp við vondan draum, hún sér að skipulagsmálin eru í ólestri, hún vill gera borgina fallegri. Kannski sér hún fyrir sér hinn geysifallega kaupstað Stykkishólm, þar eru margar fallegar byggingar í gömlum stíl í fallegu umhverfi.

Ég tel að það sé ekki nóg að búa til nýtt borgarskipulag með öllu sem því fylgir. Í sumum borgum eru komnar alls kyns reglur sem eiga að stuðla að fegurri og manneskjulegri borg . T.d. að 5-10% af byggingakostnaði fari í að skreyta húsið eða umhverfi þess.

Ferkantaður


mbl.is Kaup á byggingarétti ekki samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ráðherraskyldur

Þegar tvær boðflennur komu til landsins í formi ísbjarna þá virðist ráðherra (ráðseti) umhverfismála fá verkefni. Þessi ráðseti er óvanur þessu hlutverki og lendir í vanda. Útlendingastofnun og Dómsmálaráðuneyti hafa mikla og langa reynslu á þessu sviði og því ætti umhverfisráðseti að vísa málinu frá sér til þessara aðila. Þá þarf hann sjálfur ekki að taka óvinsælar ákvarðanir.

Undirritaður er mjög ferkantaður í þessu máli. Hann vill ekki auka kostnað skattgreiðanda. Hann vill koma í veg fyrir að boðflennan meiði eða drepi fólk. Hann vill ekki að björninn smiti dýr hér. Hann vill frekar nota fé skattgreiðenda til að bæta velferðarkerfið. Þess vegna á að aflífa dýrið nema einhverjir bjóðist til að bjarga því á eigin kostnað.

Ferkantaður


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband