Séreign nýtt í niðurgreiðslu skulda?


Á okkar kalda landi er gott að eiga húsaskjól. Það getur t. d. verið leiguhúsnæði. Margir kjósa meira öryggi og reyna að eignast sitt eigið húsnæði. Til þess að slík ósk geti ræst er ráðlagt að leggja fé til hliðar í sparnað, fjárfesta í verðbréfum og smám saman ná saman góðri byrjunargreiðslu. Undanfarin ár hefur einnig verið hægt að leggja fé í séreignasparnað. Einnig eru launþegar skyldaðir til að greiða í lífeyrissjóð af launum sínum (auk framlags frá vinnuveitanda.) Einnig er öllum hollt að eiga varasjóð til að standa straum af óvæntum kostnaði sem upp kann að koma.
Þeir sem hafa stofnað til íbúðakaupa hafa haft mismunandi háa byrjunargreiðslu. Þau ótíðindi hafa nú orðið að verðtryggðar skuldir hafa stjórnlaust hækkað frá upphafi árs 2008 án þess að laun hafi fylgt með. Besti sparnaður hefur reynst að greiða upp allar skuldir ef kostur er á því.
En er rökrétt að leyfa fólki að nýta séreignasparnaðinn til að greiða niður húsnæðisskuldir sínar? Margir hafa gripið til þessa úrræðis nú þegar. Árangurinn er misjafn. Þeir sem hafa getað borgað upp megnið af veðskuldum sínum eru ef til vill hólpnir. Þeir skuldsettustu eru áfram jafnilla settir enda séreignasparnaðurinn of lítill til að hafa áhrif. Til að lækka skuldirnar er mikilvægt að borga sem hraðast en þá þarf að taka þennan sparnað út helst í einu lagi. Núverandi reglur gera það að verkum að þá fer skattur af séreigninni í hæsta skattþrep og minna nýtist til skuldalækkunar. Stjórnvöld geta hjálpað hér til og lækkað skatt af séreign sem nýtt er í þessum tilgangi.
Spurningar sem þarf að fá svör við:
Hvað þarf til að hægt sé að ráðleggja fólki að nýta séreign til að greiða niður lánin sín?
Eru verðtryggðu lánin ólögleg?
Missir fólk rétt til hugsanlegra leiðréttinga með því að greiða niður lánin?
Hversu mikil þarf greiðslugetan að vera til þess að hægt sé að mæla með slíkum greiðslum? Þ.e. hversu viðráðanleg þarf skuldin að vera að lokinni skuldalækkun til að þetta gangi upp?
Ókostir geta fylgt því að taka séreignina út:
Ef þú skuldirnar verða óviðráðanlegar þrátt fyrir niðurgreiðslu skulda þá er þetta tapað fé. Þá hefði ef til vill verið betra að ganga í gegnum gjaldþrot. Kröfur í þrotabúið ná ekki til séreignasparnaðarins. Tveimur árum seinna getur þú hafið nýtt líf og þá áttu þessa séreign auk lífeyrisréttinda þinna

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband