29.11.2012 | 00:52
Aftur í fornöld
Framtíðin hlýtur að vera sú að koma þessum háspennulínum í jörðina. Rafvirki segir mér að til lengri tíma sé það mun ódýrara. Vafningar utan um strenginn sjá um að lítið rafsvið verði í kring. Loftlínurnar eru þannig að stórt svæði þarf að rýma í kring því að heilsuspillandi er að byggja nálægt háspennulínu. Sjónmengunin bætist síðan við.
Svo þarf ekki annað en að skoða allt tjónið sem varð fyrir norðan þegar fjölmargar kindur fórust. Þá eyðilögðust margar raflínur, stórtjón verður ítrekað á viðkvæmum rafmagnstækjum. Allt þetta tjón er óþarfi og hverfur þegar línurnar fara í jörðina. Ending línanna verður margfalt meiri.
Hverjir eru á móti þessu? Hverjir hafa hagsmuni af óbreyttu ástandi?
Svo þarf ekki annað en að skoða allt tjónið sem varð fyrir norðan þegar fjölmargar kindur fórust. Þá eyðilögðust margar raflínur, stórtjón verður ítrekað á viðkvæmum rafmagnstækjum. Allt þetta tjón er óþarfi og hverfur þegar línurnar fara í jörðina. Ending línanna verður margfalt meiri.
Hverjir eru á móti þessu? Hverjir hafa hagsmuni af óbreyttu ástandi?
Sár vonbrigði eftir sex ára baráttu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það eru allt of margar rangfærslur og miskilningar á ferðinni í sambandi við þessa frétt. Það er rangt að það sé ódýrara til lengri tíma að leggja háspennulínur í jörðu, kaplarnir eru bæði margfalt dýrari í innkaupum og lagningu og svo er ending þeirra um það bil helmingi styttri en loftlína, þe. 40 ár á móti 80 árum fyrir loftlínur.
Það er rétt að rafegulsvið er víðfemara um loftlínur, en það er mun sterkara fyrir ofan jarðstrengi þó að það sé á minna svæði.
Þar að auki er bilanaleit á jarðstrengjum mun erfiðari, leitin og viðgerðir geta tekið allt upp í vikur, svo að því leyti verður rekstraröryggið minna.
Það sem sagt er í fréttinni að í Danmörku eigi að leggja allt raforkukerfið í jörð er mikill miskilningur. Þar á að leggja allt undir 150 kílóvoltum í jörð fram til 2030, háspennu línur þar yfir verða ekki lagðar í jörð þar sem það er alltof dýrt, meira að segja í Danmörku þar sem strengir eru auðveldlega plægðir ofan í mýrlendið með lítilli fyrirhöfn.
Og svo er að lokum rétt að nefna að mengun í jarðvegi frá plastinu sem er notað í jarðstrengina er mjög lítið rannsökuð, en bent hefur verið á að hún gæti verið töluverð þar sem plastefnin í einangrun strengjanna eyðist með tímanum. Loftlínurnar er þó hægt að rífa niður án nokkurar þekktrar mengunnar né mikils jarðrasks.
Sigrún (IP-tala skráð) 29.11.2012 kl. 10:19
Fullyrðingar þínar standast ekki nema ef til vill sú síðasta. Varðandi rafsegulsviðið, þá finna skepnur fyrir því þegar þær ganga yfir þeim, við myndum gera það ef við værum berfætt. Neðanjarðarstrengir eru allir vafðir inn og ekkert rafsvið myndi vera utan vafninga nema vegna þess að um riðstraum er að ræða.
Ending lína ofanjarðar fer eftir veðri og vindum, að loftlínur endist lengur er undarleg fullyrðing.
Mælitæki í dag finna auðveldlega bilanastaði.
Jörundur Þórðarson, 29.11.2012 kl. 13:38
Sigrún hefur mikið til síns máls. Jarðvegurinn skiptir miklu hvað varðar kostnað. Það hefur heldur ekki verið sýnt fram á að jarðstrengir séu miklu ódýrari til lengri tíma. Það er heldur ekki rétt hjá þér að það sé ekkert rafsvið utan um "vafninga" staðreyndin er sú að engar rannsóknir hafa farið fram um áhrif háspennu í jörð. Það fer sennilega eftir jarvegsgerðinni. Auk þess er ekki hægt að koma strengjum ofan í hvaða jarveg sem er þess vegna hafa margar þjóðir valið blandaða leið. Það gegnir líka allt öðru máli með háspennu, lágspenna er öll lögð í jörð og svo hefur verið í mörg ár.
Bríet (IP-tala skráð) 29.11.2012 kl. 15:23
Nú? Standast þessar fullyrðingar ekki? Ég og flestir sem vinna við þetta eru nú nokkuð sammála um þetta.
Hérna eru smá upplýsingar:
Um segulsviðið: http://www.emfs.info/Sources+of+EMFs/Underground/
Um bilanir, rekstraröryggi, viðgerðir og endingu: http://ec.europa.eu/energy/gas_electricity/studies/doc/electricity/2003_02_underground_cables_icf.pdf
Og um verkefnin í Danmörku: http://energinet.dk/DA/ANLAEG-OG-PROJEKTER/Anlaegsprojekter-el/Sider/Kabellaegning-af-132-og-150-kilovolt-net.aspx
En það má líka alveg taka fram að litlar og skammvinnar bilanir eru mun sjaldgæfari á köplunum, að rekstrar kostnaður þeirra er yfirleitt lægri og að flutningstöpin eru líka lægri. Þetta eru miklir kostir framyfir loftlínurnar, en þeir ná samt ekki að vega upp á móti hversu dýrt efnið og lagningin á köplunum er.
Auðvitað myndu allir velja kapla fram yfir þessar ljótu loftlínur ef möguleikinn væri raunverulega til staðar, en ég myndi frekar velja loftlínurnar bara til þess að halda raforkuverðinu sem mest í skefjum.
Sigrún (IP-tala skráð) 29.11.2012 kl. 15:49
Ég verð nokkra daga að lesa þetta. Mjög áhugavert. Takk fyrir rökstuðninginn.
Jörundur Þórðarson, 29.11.2012 kl. 16:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.