Ráðherraskyldur

Þegar tvær boðflennur komu til landsins í formi ísbjarna þá virðist ráðherra (ráðseti) umhverfismála fá verkefni. Þessi ráðseti er óvanur þessu hlutverki og lendir í vanda. Útlendingastofnun og Dómsmálaráðuneyti hafa mikla og langa reynslu á þessu sviði og því ætti umhverfisráðseti að vísa málinu frá sér til þessara aðila. Þá þarf hann sjálfur ekki að taka óvinsælar ákvarðanir.

Undirritaður er mjög ferkantaður í þessu máli. Hann vill ekki auka kostnað skattgreiðanda. Hann vill koma í veg fyrir að boðflennan meiði eða drepi fólk. Hann vill ekki að björninn smiti dýr hér. Hann vill frekar nota fé skattgreiðenda til að bæta velferðarkerfið. Þess vegna á að aflífa dýrið nema einhverjir bjóðist til að bjarga því á eigin kostnað.

Ferkantaður


Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband