Misvísandi fyrirsagnir

LeigusamningarHér er talað um að leigumarkaðurinn sé í sókn (í merkingunni leiguverð hækkar). Í morgunkorni greiningardeildar Íslandsbanka (myndin er þaðan) er fyrirsögnin: "Leigumarkaðurinn skreppur saman" í merkingunni: færri leigusamningar. Ég get ekki séð að það sé neitt ánægjuefni fyrir neytendur að leiguverð hækki um 6% á ári (og enn meira á höfuðborgarsvæðinu). Best fyrir neytendur væri ef Íbúðalánasjóður myndi sturta fleiri leiguíbúðum inn á markaðinn svo hægt verði að lækka leiguverð og neysluvísitöluna um leið. Þá myndu íbúðirnar líka fara að vinna fyrir sér og minnka stóran vanda ÍLS við að borga af stórum skuldabréfaflokkum. 
mbl.is Leigumarkaðurinn enn í sókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jörundur Þórðarson

Á visir.is er fyrirsögnin lýsandi: "Leigumarkaðurinn minnkar og leigan hækkar". Nú hefur ferðamannaiðnaðurinn vaxið mikið að undanförnu, því er hugsanlegt að leiguhúsnæði hafi verið breytt í gististaði. Einnig hefur verið bent á að íþyngjandi skattar geti hugsanlega hvatt til svartrar leigustarfsemi.

Jörundur Þórðarson, 10.1.2013 kl. 11:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband